Árshátíðin

Fyrsta árshátíð sameinaðs skóla var haldin fimmtudaginn 4. apríl s.l. Leikritið "Loddarar" var tekið fyrir, Var það samið af Björgvin Val Guðmundssyni, sem jafnframt var leikstjóri sýningarinnar.  Ásamt honum var í aðalhlutverki Valdimar Másson, sem sá um tónlistarflutninginn.  Um 100 manns sótti árshátíðina og eftir sýningu var slegin upp veisla, þar sem veitingar voru ekki af verri sortinni.  Sáu foreldrar um hana.  Voru menn sammála um að vel hafi til tekist með þennan viðburð og stóðu nemendur sig sérstaklega vel.

Sjá myndir.