Árshátíð

Árshátíð Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla verður haldin í skólhúsinu á Stöðvarfirði í kvöld, 24. nóvember, og hefst hún klukkan 17:00

Flutt verða nokkur leikverk; Yngsta stig er með syrpu um Bakkabræður, Miðstig fer með leikritið um Hlina kóngsson og Unglingastigið flytur okkur Rómea og Júlíu.

Aðgangseyrir er kr. 1500 fyrir fullorðna og það er ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri og þaðan af yngri.

Að sýningunni lokinni eru kaffiveitingar í boði foreldrafélagsins.

Sjáumst!

 

Þeir sem ekki geta borgað með peningum geta lagt inn á foreldrafélagið.
Reikningur: 0171-26-3200
Kennitala: 650407-0320