Námsáætlun - Önnur vinna 2025-2026
Bekkur: 8-10. bekkur
Námsgrein: Önnur vinna
Kennari: Ingibjörg Ómarsdóttir
Tímafjöldi: 1 tími á viku
Námsgögn:
Efni frá kennara
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Tjáning og miðlun
Skapandi og gagnrýnin hugsun
Sjálfstæði og samvinnu
Nýting miðla og upplýsinga
Ábyrgð og mat á eigin námi
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex:
Læsi
Sjálfbærni
Lýðræði og mannréttindi
Jafnrétti
Heilbrigði og velferð
Sköpun.
Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Kennsluhættir: Kennsluhættir eru fjölbreyttir, notast verður við efni frá kennara og námsbækur sem reyna á sjálfstæði nemenda, einstaklings- sam- og hópavinnu
Námsmat: Námsmat byggist á virkni nemenda í tímum, verkefna vinnu, þátttöku í samræðum og verkefnum og sjálfsmati
|
Námsþættir: |
Hæfniviðmið. Fyrir lok 10.bekkjar á nemandi að geta: |
|
Tjáning og miðlun |
Tjáð hugmyndir og tilfinningar á skýran og skipulegan hátt. |
|
Brugðist við margvíslegum upplýsingum og hugmyndum, hlustað, tekið þátt í umræðum og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða. |
|
|
Skapandi og gagnrýnin hugsun |
Rökrætt álitamál frá ólíkum sjónarhornum. |
|
Sjálfstæði og samvinna |
Sýnt frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum. |
|
Tekið ákvarðanir um eigið nám og hagsmuni með lýðræðislegum hætti. |
|
|
Unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í uppbyggilegu samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi. |
|
|
Nýtt sér leiðsögn, endurgjöf og gagnrýni á uppbyggilegan hátt. |
|
|
Nýting miðla og upplýsinga |
Greint á milli áreiðanlegra og óáreiðanlegra miðla, áróðurs og upplýsinga. |
|
Nýtt ólíka miðla á ábyrgan hátt til að afla, greina og miðla upplýsingum og skoðunum. |
|
|
Valið traustar heimildir og sett upplýsingar fram með ólíkum hætti eftir því sem við á hverju sinni á siðferðilega ábyrgan hátt. |
|
|
Ábyrgð og mat á eigin námi |
Sett sér fjölbreytt og skapandi markmið á grunni persónulegra styrkleika og tileinkað sér hugarfar vaxtar. |
|
Skilið og rökstutt viðmið um árangur og unnið að þeim. |
|
|
Sett sér raunhæf og metnaðarfull markmið um frammistöðu og framvindu eigin náms, unnið eftir þeim og lagt mat á hvernig til hefur tekist. |
|
|
Nýtt upplýsingar um námsleiðir og fjölbreytt störf við skipulagningu eigin náms- og starfsferils. |
|
|
Skipulagt, ígrundað og borið ábyrgð á eigin námi. |
|
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is