Námsáætlun - önnur vinna unglingastig

Námsáætlun - Önnur vinna 2025-2026

 

Bekkur: 8-10. bekkur

Námsgrein: Önnur vinna

Kennari: Ingibjörg Ómarsdóttir

Tímafjöldi: 1 tími á viku

 

Námsgögn: 

Efni frá kennara

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

  • Tjáning og miðlun

  • Skapandi og gagnrýnin hugsun

  • Sjálfstæði og samvinnu

  • Nýting miðla og upplýsinga

  • Ábyrgð og mat á eigin námi

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: 

  • Læsi 

  • Sjálfbærni 

  • Lýðræði og mannréttindi

  • Jafnrétti 

  • Heilbrigði og velferð 

  • Sköpun.

Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

Kennsluhættir: Kennsluhættir eru fjölbreyttir, notast verður við efni frá kennara og námsbækur sem reyna á sjálfstæði nemenda, einstaklings- sam- og hópavinnu 

 

Námsmat: Námsmat byggist á virkni nemenda í tímum, verkefna vinnu, þátttöku í samræðum og verkefnum og sjálfsmati



Námsþættir:

Hæfniviðmið. Fyrir lok 10.bekkjar á nemandi að geta:

Tjáning og miðlun

Tjáð hugmyndir og tilfinningar á skýran og skipulegan hátt.

 

Brugðist við margvíslegum upplýsingum og hugmyndum, hlustað, tekið þátt í umræðum og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða.

   

Skapandi og gagnrýnin hugsun

Rökrætt álitamál frá ólíkum sjónarhornum.

   

Sjálfstæði og samvinna

Sýnt frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum.

 

Tekið ákvarðanir um eigið nám og hagsmuni með lýðræðislegum hætti.

 

Unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í uppbyggilegu samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi.

 

Nýtt sér leiðsögn, endurgjöf og gagnrýni á uppbyggilegan hátt.

   

Nýting miðla og upplýsinga

Greint á milli áreiðanlegra og óáreiðanlegra miðla, áróðurs og upplýsinga.

 

Nýtt ólíka miðla á ábyrgan hátt til að afla, greina og miðla upplýsingum og skoðunum.

 

Valið traustar heimildir og sett upplýsingar fram með ólíkum hætti eftir því sem við á hverju sinni á siðferðilega ábyrgan hátt.

   

Ábyrgð og mat á eigin námi

Sett sér fjölbreytt og skapandi markmið á grunni persónulegra styrkleika og tileinkað sér hugarfar vaxtar.

 

Skilið og rökstutt viðmið um árangur og unnið að þeim.

 

Sett sér raunhæf og metnaðarfull markmið um frammistöðu og framvindu eigin náms, unnið eftir þeim og lagt mat á hvernig til hefur tekist.

 

Nýtt upplýsingar um námsleiðir og fjölbreytt störf við skipulagningu eigin náms- og starfsferils.

 

Skipulagt, ígrundað og borið ábyrgð á eigin námi.