Námsáætlun í vali, 8. - 9. bekkur: Breakout

 

Námsáætlun

 

Bekkur: 8. – 9. bekkur

Námsgrein: Val – Breakout

Kennari: Auður Hermannsdóttir          

Tímafjöldi: 40 mínútur á viku.

Námsgögn: Breakout EDU

 

 Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

×        Tjáning og miðlun.  
Skapandi og gagnrýnin hugsun. 
Sjálfstæði og samvinna.
Nýting miðla og upplýsinga. 
Ábyrgð og mat á eigin námi.

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun.
Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

 

Hvað er Breakout EDU?

Breakout EDU er skemmtilegur kennsluleikur sem líkist „escape room“ leikjum. Nemendur fá röð af gátum og vísbendingum sem þeir þurfa að leysa til að opna læstan kassa.


Hvernig virkar það?

  • Nemendur vinna í hópum og fá ákveðinn tíma til að finna lausnir.
  • Þrautirnar geta tengst námsefni, t.d. stærðfræði, sögu, tungumálum eða náttúrufræði.
  • Hver leyst þraut gefur vísbendingu eða lykil sem hjálpar hópnum að komast nær lokamarkmiðinu.
  • Leikurinn krefst samvinnu, gagnrýnnar hugsunar og þrautseigju – allir í hópnum leggja eitthvað af mörkum.

 

Kennsluhættir
Nemendur vinna með fjölbreytta breakout-leiki sem kennari hannaði til að efla samvinnu, rökhugsun og þrautseigju. Þrautirnar tengjast öðru námsefni og styðja við að endurvekja og styrkja fyrri þekkingu. Nemendur hanna einnig eigin leiki sem samnemendur fá að leysa og efla þannig sköpunargáfu, frumkvæði og skilning á námsefninu.

Námsmat
Lagt verður upp með símat í kennslustundum þar sem fylgst er með:

  • þátttöku og ástundun,
  • samstarfi og samvinnu við aðra,
  • sjálfstæði í vinnubrögðum,
  • færni til að fylgja fyrirmælum.

Nemendur fá reglulega munnlega leiðsögn um styrkleika sína og það sem má bæta. Við lokamat verður stuðst við hæfniviðmið sem fram koma hér að neðan. Lokamat er gefið sem lokið / ólokið.

Markmiðin eru að nemandi:

×        Taki virkan þátt í kennslustundum.

×        Sýni samnemendum og starfsfólki virðingu og komi fram af kurteisi.

×        Sýni frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum.

×        Geti unnið með öðrum og lagt sitt að mörkum í uppbyggilegu samstarfi.

×        Geti tjáð og túlkað hugmyndir sínar og hlustað á hugmyndir annarra.

×        Geti breitt fjölbreyttum aðferðum og tækni í eigin sköpun.

×        Geti miðlað þekkingu sinni og reynslu, tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim með fjölbreyttum leiðum.

×        Geti lært af mistökum og séð í þeim nýja möguleika til framfara.

×        Geti beitt ólíkum sjónarhornum og gagnrýnni hugsun í fjölbreyttum viðfangsefnum.