Námsáætlun í stuttmyndagerð fyrir 5. - 9. bekk

Námsáætlun i stuttmyndagerð

5., 6., 7., 8. og 9. bekkur

Kennari:  Björgvin Valur Guðmundsson

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun.

Kennsluhættir:  Skrifað er handrit að stuttri kvikmynd og unnið eftir því þar til fullgerð mynd liggur fyrir.  Á leiðinni fá nemendur að kynnast hinum ýmsu verkum sem þarf að inna af hendi; búningagerð, förðun, tökustöðum, klippingu, hljóðsetningu og grafík.

Lögð verður áhersla á sköpun og tæknilæsi.