Námsáætlun - Stærðfræði 2025-2026
Bekkur: 8-10. bekkur
Námsgrein: Stærðfræði
Kennari: Ingibjörg Ómarsdóttir
Tímafjöldi: 9 tímar á viku
Námsgögn:
Skala bækur / Stiku bækur / Efni frá kennara
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Tjáning og miðlun
Skapandi og gagnrýnin hugsun
Sjálfstæði og samvinnu
Nýting miðla og upplýsinga
Ábyrgð og mat á eigin námi
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex:
Læsi
Sjálfbærni
Lýðræði og mannréttindi
Jafnrétti
Heilbrigði og velferð
Sköpun.
Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Kennsluhættir: Kennsluhættir eru fjölbreyttir, notast verður við efni frá kennara og námsbækur sem reyna á sjálfstæði nemenda, einstaklings- sam- og hópavinnu
Námsmat: Námsmat byggist á virkni nemenda í tímum, verkefna vinnu, þátttöku í samræðum og verkefnum og sjálfsmati
|
Námsþættir: |
Hæfniviðmið. Fyrir lok 10.bekkjar á nemandi að geta: |
|
Vinnulag stærðfræðinnar |
Velur og nýtir ólík hjálpargögn og verkfæri til stærðfræðilegrar iðkunar, þ.m.t. tölvutækni og gervigreind. |
|
Þróar, útskýrir og rökstyður hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning með ræðum tölum. |
|
|
Vinnur skipulega, einstaklingslega og í samvinnu, að því að rannsaka, setja fram, greina, túlka og meta stærðfræðileg viðfangsefni og líkön. |
|
|
Tjáir sig og spyr spurninga um stærðfræðileg viðfangsefni, útskýrir og rökstyður lausnir sínar fyrir öðrum. |
|
|
Setur fram, túlkar og metur einföld stærðfræðileg rök og sannanir. |
|
|
Undirbýr og flytur kynningar og skrifar texta um eigin vinnu með stærðfræði. |
|
|
Notar hugtök og táknmál stærðfræðinnar til að setja fram, tákna og leysa hversdagsleg og fræðileg verkefni. |
|
|
Nýtir fjölbreyttar reikniaðgerðir og stærðfræðilegt samhengi til að leysa þrautir og rökstyðja svör sín. |
|
|
Tölur og reikningur |
Útskýrir eiginleika talnamengja náttúrulegra talna, heilla talna, ræðra talna og rauntala. |
|
Reiknar með rauntölum og nýtir sér tengsl og samhengi reikniaðgerðanna við útreikninga. |
|
|
Reiknar með veldum og ferningsrótum í einföldum tilvikum. |
|
|
Nýtir sér námundun með viðeigandi nákvæmni í útreikningum. |
|
|
Útskýrir sambandið á milli almennra brota, tugabrota og prósenta og beitir þeim við rauntengd viðfangsefni. |
|
|
Notar tugakerfisrithátt og sýnir skilning á sætiskerfi við ritun staðalsforms tölu. |
|
|
Nýtir sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna og þekkingu sína í talnafræði við útreikninga. |
|
|
Algebra |
Vinnur með talnarunur og mynstur á skipulegan hátt og lýsir þeim með táknmáli algebrunnar. |
|
Einfaldar algebrustæður og leysir jöfnur með einni óþekktri stærð. |
|
|
Finnur skurðpunkta við ása og útskýrir tengsl við þáttun og staðalform fyrir fyrsta og annars stigs margliður. |
|
|
Túlkar gröf beinna lína í hnitakerfi í rauntengdu samhengi, teiknar þau á blað og stafrænt og notar teikningarnar til að leysa jöfnur. |
|
|
Setur fram jöfnur og ójöfnur út frá gefnum forsendum og túlkar merkingu lausnar sinnar við raunverulegt samhengi. |
|
|
Vinnur með fallahugtakið á mismunandi formi og við mismunandi aðstæður, bæði á blaði og með stafrænum verkefnum. |
|
|
Leysir saman jöfnur með fleiri en einni óþekktri stærð. |
|
|
Tölfræði og líkindi |
Notar tölfræðihugtök til að setja fram, lýsa, skýra og túlka gögn. |
|
Framkvæmir tilraunir þar sem líkur og tilviljanir koma við sögu og túlkar niðurstöður sínar. |
|
|
Skipuleggur og framkvæmir tölfræðikannanir og dregur ályktanir af þeim. |
|
|
Notar hugtök í líkindareikningi, eins og skilyrtar líkur og óháða atburði og notar einfaldar talningar til að reikna og túlka líkur á atburðum. |
|
|
Les, skilur og leggur mat á tölfræðilegar upplýsingar sem settar eru fram opinberlega. |
|
|
Rúmfræði og mælingar |
Notar hugtök og aðferðir rúmfræðinnar til að lýsa eiginleikum fræðilegra fyrirbrigða. |
|
Beitir brotum úr tímaeiningum og reiknar á milli tímabelta. |
|
|
Mælir stærðir á þrívíðum formum, áætlar og reiknar rúmmál og yfirborðsflatarmál og skilur tengsl við tvívíð form, samhverfu og snúningsmiðju. |
|
|
Nýtir rúmfræðiforrit til að gera teikningar, rannsaka rúmfræðilega eiginleika og setja fram rök. |
|
|
Útskýrir tengsl mælieininga metrakerfis og túlkar miðað við önnur kerfi. |
|
|
Teiknar skýringarmyndir og vinnur með teikningar annarra út frá gefnum forsendum, t.d. um mælikvarða, einslögun og hlutföll, rannsakað og lýst sambandi milli teikingar og hlutar. |
|
|
Beitir þekktum eiginleikum lína, þríhyrninga og annarra marghyrninga til að reikna hliðarlengdir og horn, reiknar og útskýrir tengsl milli grundvallareiginleika hrings, útskýrir og beitir reglu Pýþagórasar. |
|
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is