Námsáætlun í stærðfræði fyrir 1. - 4. bekk

Námsáætluáætlun

 

Bekkur: 1. til 4. bekkur

Námsgrein: Stærðfræði

Kennarar: Sigrún Birgisdóttir og Ingibjörg Ómarsdóttir

Tímafjöldi: 8 til 10 kennslustundir stundir á viku.

 

Námsgögn: Sproti a og b 1 til 4 ásamt æfingaheftum og öðru efni frá kennara

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

 · Tjáning og miðlun

 · Skapandi og gagnrýnin hugsun

 · Sjálfstæði og samvinnu

 · Nýting miðla og upplýsinga

 · Ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

Lokamat í samræmi við hæfniviðmið aðalnámskrár

Námsmat í stærðfræði byggir á fjölbreyttum matsaðferðum þar sem eftirtaldir þættir eru lagðir til grundvallar: kunnátta, færni, skilningur, frumkvæði, og vinnubrögð. Tilgangur þess er að gefa sem heildstæðasta mynd af stöðu nemandans, benda á framfarir, efla sjálfstraust hans og veita upplýsingar um framvindu náms.

 

Áskilinn er réttur til breytinga á áætlun og námsmati..

 

 

 

 

 

Námsþættir  

Námsmarkmið

Að nemandinn geti:

Kennsluhættir

Námsmat

Vinnulag stærðfræðinnar

  • Nýtt sér verkfæri og hlutbundin gögn sem þarf til að finna lausn á stærðfræðilegum viðfangsefnum.
  • Tekið þátt í samræðum um stærðfræði, hugtök hennar og lausnaleiðir.
  • Notað rétt heiti yfir stærðfræðitákn og nýtt þau rétt við útreikninga.
  • Þróað hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning með náttúrulegum tölum.
  • Nýtt aðferðir og leiðir til að leysa þrautir og rökstutt svör sín.
  • Unnið, einn og í samvinnu, að lausnum á stærðfræðilegu viðfangsefni með því að kanna, rannsaka og setja fram tilgátur.
  • Undirbúið og flutt stuttar kynningar á eigin vinnu með stærðfræði.
  • Búið til einföld reiknirit og tjáð þau með því að nota breytur, skilyrði og lykkjur.

Umræður, munnleg og bókleg verkefni.  Kennt í gegnum leik og hlutbundna kennslu.  Unnið í hóp eða einstaklingslega.

Byggir á fjölbreyttum matsaðferðum.  Tilgangur þess er að gefa sem skýrasta og bestu mynd af stöðu nemandans.

Tölur og reikningur

  • Raðað náttúrulegum tölum og einföldum brotum eftir stærð.
  • Nýtt sér námundun með heiltölum.
  • Notað tugakerfisrithátt og sýnt skilning á sætiskerfi við ritun náttúrulegra talna.
  • Nýtt sér grunnreikniaðgerðirnar fjórar og reiknað með náttúrulegum tölum.
  • Unnið með einföld brot og hlutföll með flatarlíkani, á talnalínu og á brotastriki.
  • Notað grunnreikniaðgerðir til að finna lausnir á og takast á við verkefni daglegs lífs og fjármála og skilið verðgildi peninga.

Umræður, verkefnavinna, einstaklings- og hópverkefni.

Byggir á fjölbreyttum matsaðferðum.  Tilgangur þess er að gefa sem skýrasta og bestu mynd af stöðu nemandans.

Algebra

  • Kannað, búið til og tjáð sig um reglur í talnarunum og myndrænum mynstrum og spáð fyrir um framhald mynsturs.
  • Notað rúðunet með höfuðáttum í rauntengdu samhengi, teiknað og staðsett punkta í hnitakerfi.
  • Notað táknmál stærðfræðinnar til að meta sanngildi og lýsa sambandi milli stærða.
  • Reiknað með óþekktum stærðum í einföldum tilvikum.
  • Fundið eina óþekkta stærð í jöfnu með heiltölum og rökstutt lausnir sínar.

Umræður. Verklegar æfingar og verkefni. Samanburður hluta. Notaðar mismunandi mælikvarðar. Einstaklings- og hópverkefni.

Byggir á fjölbreyttum matsaðferðum.  Tilgangur þess er að gefa sem skýrasta og bestu mynd af stöðu nemandans.

Tölfræði og líkind

  • Safnað gögnum í umhverfi sínu og um eigið áhugasvið og túlkað á einfaldan hátt.
  • Talið, flokkað og skráð, lesið og túlkað niðurstöður og sett upp í einföld myndrit, með og án stafrænna hjálpartækja.
  • Lesið úr einföldum myndritum.
  • Gert einfaldar tilraunir með líkur og sett í samhengi við spil.

Umræður, Verklegar æfingar þar sem hlutir eru flokkaðir eftir mismunandi eiginleikum. Gerðar kannanir þar sem ýmislegt er talið og unnið myndrænt úr þeim upplýsinugum. Einstaklings- og hópverkefni.

Byggir á fjölbreyttum matsaðferðum.  Tilgangur þess er að gefa sem skýrasta og bestu mynd af stöðu nemandans.

Rúmfræði og mælingar

  • Notað hugtök úr rúmfræði, til að lýsa hlutum í umhverfi sínu.
  • Rannsakað, gert tilraunir og teikningar á einfaldan hátt, t.d. með því að nota rúmfræðiforrit og hlutbundin gögn.
  • Speglað og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum.
  • Gert óformlegar rannsóknir á tví- og þrívíðum formum, teiknað skýringarmyndir af þeim og hlutum í umhverfi sínu.
  • Lesið og notað mismunandi framsetningu á tíma, notað skífu- og stafræna klukku og lesið tímatöflur.
  • Valið viðeigandi mælieiningu fyrir lengd, massa og rúmmál og þekkt tengsl á milli algengra mælieininga metrakerfisins innbyrðis.
  • Áætlað og mælt massa, lengd, rúmmál, tíma og hitastig með stöðluðum og óstöðluðum mælitækjum.
  • Áætlað og mælt ummál og flatarmál með stöðluðum og óstöðluðum mælitækjum.
  • Borið kennsl á tening, kúlu, keilu, sívalning, píramída og strendinga.

Umræður, verkefnavinna, einstaklings- og hópverkefni. Formkubbar notaðir til að kenna þeim algengustu tvívíðu  og  þrívíðu formin, útlit þeirra og mismun.

Verklegar æfingar og verkefni. Samanburður hluta. Notaðir mismunandi mælikvarðar. Notaðar venjulegar og stafrænar klukkur.

 

Byggir á fjölbreyttum matsaðferðum.  Tilgangur þess er að gefa sem skýrasta og bestu mynd af stöðu nemandans.