Námsáætlun í sögu - fornleifafræði fyrir 8. og 9. bekk

Námsætlun

Saga - Fornleifar

8. og 9. bekkur

Kennari: Björgvin Valur Guðmundsson

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun.

 

Kennsluhættir:  Fjallað er um landnám Íslands og stuðst við fornleifarannsóknirnar í Stöð á Stöðvarfirði.  Nemendur velta fyrir sér tímasetningu landnáms, ástæðum þess, atburðarás og samfélagsmynd.  Farið verður í fornleifarannsóknir í Stöð ef veður leyfir.

 

Viðmið úr námskrá:

 

Geta sýnt fram á skilning á íslensku samfélagi og útskýrt samhengi umhverfis, sögu, menningar, trúar, atvinnulífs og byggðaþróunar.

 

Geta útskýrt einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu landsins, sögu og menningu þjóðar.

 

Geta útskýrt og metið hvernig sagan hefur mótast af ýmsum þáttum, svo sem umhverfi, hugmyndafræði, þ.m.t. trúarbrögðum viljaverkum og tilviljunum.