Námsáætlun í skólaíþróttum fyrir 1. - 4. bekk

Námsáætlun - Skólaíþróttir 2025-2026

 

Bekkur: 1. - 4. bekkur

Námsgrein: Íþróttir og sund

Kennari: Ingibjörg Ómarsdóttir og Steinþór Snær Þrastarson

Tímafjöldi: 3 tímar á viku

 

Námsgögn: 

Tæki og hlutir í íþróttahúsi

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

  • Tjáning og miðlun

  • Skapandi og gagnrýnin hugsun

  • Sjálfstæði og samvinnu

  • Nýting miðla og upplýsinga

  • Ábyrgð og mat á eigin námi

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: 

  • Læsi 

  • Sjálfbærni 

  • Lýðræði og mannréttindi

  • Jafnrétti 

  • Heilbrigði og velferð 

  • Sköpun.

Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

Kennsluhættir: Kennsluhættir eru fjölbreyttir, notast verður við almenna leiki, léttar æfingar, kennsla  ýmsum boltagreinum og fleira sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings- sam- og hópavinnu 

 

Námsmat: Námsmat byggist á virkni nemenda í tímum, þátttöku í samræðum og verkefnum og sjálfstæði.



Námsþættir:

Hæfniviðmið. Fyrir lok 4.bekkjar á nemandi að geta:

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

Geta gert æfingar sem reyna á þol í íþróttum.

 

Geta gert hreyfingar sem styðja við samhæfingu hægri og vinstri.

 

Geta tekið þátt í æfingum með áherslu á mótun hreyfiþroska.

 

Geta gert æfingar sem styrkja hreyfifærni líkamans.

 

Geta gert einfaldar rytmískar æfingar.

 

Geta gert almennar liðleikaæfingar.

 

Geta tekið þátt í boltaleikjum og sýnt boltafærni.

   

Félagslegir þættir

Geta skilið þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leik.

 

Geta skilið mikilvægi leikreglna og farið eftir þeim.

 

Geta sýnt virkni og vinnusemi í æfingum og leikjum.

 

Geta skilað einfaldar leikreglur og tekið þátt í leikjum.

   

Heilsa og heilsuefling

Geta sett sér einföld markmið í íþróttum.

 

Geti þekkt helstu líkamshluta.

 

Geta þekkt hvað felst í heilsueflandi líferni.

 

Geta tekið þátt í leikjum.

 

Gett sett sér einföld markmið í heilsurækt.

 

Geta skilið gildi viðeigandi fatnaðar og búnaðar til útivistar og notkunar hans.

 

Geta tekið þátt í heilsurækt í nærumhverfi.

 

Geta nýtt sér niðurstöður úr stöðluðum prófum til að vinna að bættri hreyfifærni.

 

Geta tekið þátt í skipulagðri útvist í náttúrunni og áttað sig á og varast hættur sem fylgt geta.

 

Geta ger einfaldar mælingar og talningar í leikjum eða æfingum.

   

Öryggi og hreinlæti

Geta þekkt til helstu öryggisreglna í skólaíþróttum.

 

Geta gert viðvart ef óhapp verður.

 

Geta skilið mikilvægi hreinlætis í tengslum við allar íþróttir.

   

Sund

Við lok 4. bekkjar 

 

Geta tekið þátt í fjölbreyttum leikjum í vatni,

 

Geta notið sín í vatni,

 

Geta gert æfingar sem reyna á þol í 100 metra sundi,

 

Geta gert æfingar sem reyna á loftfirrt þol í 8 metra sundi

 

Geta synt 12 metra bringusund með eða án hjálpartækja,

 

Geta synt 12 metra skólabaksund og baksund með eða án hjálpartækja

 

Geta synt 12 metra skriðsund með eða án hjálpartækja,

 

Geta synt 5 metra kafsund viðstöðulaust,

 

Geta bjargað sér í vatni.