Námsáætlun í samfélagsgreinum fyrir 5. - 7. bekk.

 

Námsáætlun

 

Bekkur: 5. – 7. bekkur

Námsgrein: Samfélagsgreinar

Kennari: Auður Hermannsdóttir          

Tímafjöldi: 120 mínútur á viku.

 

 

Námsgögn: Ertu? vinnubók í lífsleikni eftir Aldísi Yngvadóttur, Ísland – hér búum við, lesbók og vinnubók eftir Hilmar Egil Sveinbjörnsson auk annars efnis frá kennara.

 

 

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

×        Tjáning og miðlun  

×        Skapandi og gagnrýnin hugsun 

×        Sjálfstæði og samvinnu  

×        Nýting miðla og upplýsinga 

×        Ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun.
Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

 

 

Kennsluhættir: Kennsla í samfélagsfræði á miðstigi er fjölbreytt og byggist m.a. upp á innlögn og fyrirlestrum kennara og verkefnavinnu nemenda, bæði einstaklings- og hópverkefnum. Reynt er að hafa verkefnin sem fjölbreyttust.

Námsmat: Símat sem byggir á verkefnavinnu og ástundun nemenda í kennslustundum og stuttra kannana eftir hvern námshluta.

Í Aðalnámsskrá grunnskóla eru sett fram hæfniviðmið í samfélagsgreinum fyrir miðstig. Við lok 7. bekkjar eiga nemendur að hafa öðlast færni í öllum þessum þáttum. Á hverju ári er því hluti viðmiðanna tekin og unnið er í að ná þeirri hæfni sem þar koma fram.

Hér að neðan má sjá öll viðmið námskrárinnar en atriðin sem eru lituð eru þau viðmið sem lögð verður áhersla á þetta skólaár.

 

 

Vinnulag samfélagsgreina

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

útskýrt og notað mikilvæg hugtök samfélagsgreina,

aflað sér upplýsinga um samfélagsleg málefni úr textum, hljóð- og myndefni, umorðað og nýtt til umfjöllunar,

metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum úr heimildum á ólíku formi og myndað sér eigin skoðanir,

spurt opinna spurninga og tekið þátt í umræðu um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga,

sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum,

miðlað þekkingu, leikni og skoðunum á samfélagslegum málefnum á fjölbreyttan hátt,

tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu.

 

Sjálfsmynd

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á eigin sjálfsmynd, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu,

rætt um heilbrigða lífshætti og samskipti og ræktað mikilvægar þarfir,

lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun,

lýst með dæmum mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa, hugarfars og seiglu fyrir eigin þroska,

gert grein fyrir eigin áhugasviðum, styrk og áskorunum og hvernig hægt er að vinna með þá þætti á uppbyggilegan hátt,

sýnt virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, sett sér mörk í samskiptum og lýst því hvernig það er hægt,

lýst staðalmyndum og fordómum í samfélaginu og áhrifum þeirra og áttað sig á skaðsemi þeirra,

beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og áttað sig á fjölbreytni hinseginleikans,

gert grein fyrir útgjöldum vegna þarfa, langana og hegðunar einstaklinga og mikilvægi fyrirhyggju í fjármálum.

 

Siðferði og trú

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

dregið fram ólíkan bakgrunn fólks og virt mismunandi trú, lífsgildi, skoðanir og siði,

rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs,

gert grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims,

borið saman valin trúarbrögð og lífsviðhorf og áhrif þeirra á líf fólks.

rætt reglur í samskiptum fólks og tilgang þeirra og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum,

rætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur og mikilvægi mannréttinda og jafnréttis í samfélaginu og á heimsvísu og þekki vel til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,

fjallað um ólíkar samfélagsgerðir og hvernig þær tengjast lífi einstaklinga,

lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta hér á landi,

gert grein fyrir hlutverki mikilvægra stofnana samfélagsins,

gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd þeirra í samfélaginu,

áttað sig á hvernig og hvers vegna kostnaður við ýmsa grunnþjónustu er greiddur af sameiginlegum sjóðum samfélagsins,

séð gildi slysavarna og þekkt viðbrögð við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni,

gert grein fyrir umferðarreglum og helstu umferðarmerkjum og nýtt í daglegu lífi,

sett sig inn í málefni samfélagsins, áttað sig á möguleikum til áhrifa og sýnt það í verki með ábyrgum hætti.

 

Saga

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð,

gert sér grein fyrir fjölbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra á ólíkum tímum,

greint samhengi umhverfis, sögu, menningar og mannlífs í heimabyggð og tengsl við önnur landsvæði,

fjallað um einkenni og þróun íslensks samfélags,

fjallað um og greint persónur, atburði, tímabil, tildrög og gang sögunnar,

áttað sig á að sagan hefur mótast af ýmsum þáttum, svo sem umhverfi, atferli, lífsviðhorfum, samfélagsskipulagi og atvinnuháttum,

útskýrt með dæmum hvernig sögulegir atburðir hafa áhrif á samfélög og líf fólks í samtímanum.

 

Jörðin okkar

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim og sett upp einföld kort,

varpað ljósi á ólíkar aðstæður, menningu og líf fólks á jörðinni,

skýrt hvernig notkun mannsins á auðlindum getur haft margvísleg áhrif á lífsgæði og lífbreytileika,

lýst í grófum dráttum ferli daglegra neysluvara, uppruna þeirra, flutningi, sölu, nýtingu, förgun, endurvinnslu og kolefnisspori,

skýrt með dæmum áhrif tækni og mannlegra athafna á samfélag, loftslag og umhverfi,

fjallað um hvað sjálfbær þróun felur í sér,

skýrt með dæmum mikilvægi náttúruverndar og þess að allir leggi sitt af mörkum.