Kennsluáætlun - náttúrufræði 8. - 10. bekkur
Bekkur: 8. - 10. bekkur
Námsgrein: Náttúrufræði
Kennari: Björgvin Valur Guðmundsson
Tímafjöldi: 120 mínútur á viku
Námsgögn: Mannslíkaminn.
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Kennsluhættir |
Námsmat |
Vinnulag náttúruvísinda |
Setur fram vísindalega tilgátu og beitir margvíslegum vísindalegum vinnubrögðum til að kanna hana í þekkingarleit og úrvinnslu verkefna. Framkvæmir, skráir og safnar upplýsingum út frá athugunum og mælingum úti og inni, samkvæmt fyrirmælum og á eigin vegum. Útskýrir muninn á staðreynd og skoðun, tilgátu og kenningu í tengslum við náttúruvísindi og getur sagt frá dæmum um vísindalega þekkingasköpun. |
Í vetur er fjallað um mannslíkamann, uppbyggingu hans og næringarþörf. Einnig verður farið í hollustuhætti og lífsstíl. |
Símat í formi kaflaprófa. Mat í lok annar. |
Umhverfið |
Lýsir hringrás efna og orku, náttúrulegum ferlum og flæði orku í náttúrunni. Útskýrir þarfir lífvera og ræðir á gagnrýnin hátt um þróun ólíkra vistkerfa. Útskýrir loftslag, vinda og hafstrauma jarðar. |
|
|
Lífið |
Útskýrir gerð frumna, líffæri þeirra og starfsemi. Þekkir gagn og skaðsemi örvera. |
|
|
Útskýrir varðveislu massa, tengt við hegðun efna og frumeindakenninguna. Útskýrir uppbyggingu lotukerfisins og tengsl við eiginleika efna. |
|
||
Orkan |
Mælir og reiknar eðlismassa efna og útskýrir muninn á massa og þyngd. |
||
Alheimurinn |
Getur gert grein fyrir stöðu og hreyfingu jarðar og áhrifum hennar á líf á jörðu. Útskýrir hvernig land hefur myndast og mótast á jarðsögulegum tíma. Útskýrir hvar og af hverju helstu náttúruhamfarir verða sem búast má við á Íslandi og hvernig viðbrögð við þeim eru skipulögð. |
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is