Námsáætlun - Náttúrufræði 2025-2026
Bekkur: 1. - 4. bekkur
Námsgrein: Náttúrufræði
Kennari: Ingibjörg Ómarsdóttir
Tímafjöldi: 1 tími á viku
Námsgögn:
Halló heimur og efni frá kennara
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Tjáning og miðlun
Skapandi og gagnrýnin hugsun
Sjálfstæði og samvinnu
Nýting miðla og upplýsinga
Ábyrgð og mat á eigin námi
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex:
Læsi
Sjálfbærni
Lýðræði og mannréttindi
Jafnrétti
Heilbrigði og velferð
Sköpun.
Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Kennsluhættir: Kennsluhættir eru fjölbreyttir, notast verður við efni frá kennara og námsbækur sem reyna á sjálfstæði nemenda, einstaklings- sam- og hópavinnu
Námsmat: Námsmat byggist á virkni nemenda í tímum, verkefna vinnu, þátttöku í samræðum og verkefnum og sjálfs
Námsþættir: |
Hæfniviðmið: |
Vinnulag náttúruvísinda |
Notar einföld hugtök í náttúruvísindum við athuganir og í umræðu. |
Les einfaldan náttúruvísindatexta og endursegir helstu atriði með eigin orðum, skoðar einfaldar myndir og segir frá efninu. |
|
Framkvæmir einfaldar athuganir og skráir mælingar á hversdagslegum hlutum samkvæmt leiðbeiningum. |
|
Kynnir niðurstöður einfaldra athugana og tekur þátt í umræðu um efnið. |
|
Setur fram spurningar, leitar svara um náttúruleg fyrirbæri og útskýrir valið viðfangsefni. |
|
Ræðir hvort tiltekið atriði í samræðu eða texta sé staðreynd eða skoðun í tengslum við náttúruvísindi. |
|
Útskýrir hvernig ákveðin tæki og búnaður geta hjálpað manninum að afla upplýsinga og haft áhrif á heiminn.
|
|
Umhverfið |
Nefnir dæmi um samspil lífvera og lífvana þátta. |
Skoðar og kannar helstu vistkerfi í nærumhverfi sínu. |
|
Gerir sér grein fyrir fjölbreytni innan tegunda og milli tegunda. |
|
Segir frá og áttar sig á náttúruvernd í nærumhverfi sínu. |
|
Gerir sér grein fyrir nokkrum einkennum veðurfars í nærumhverfi. |
|
Gengur vel um umhverfið og áttar sig á mikilvægi þess. |
|
Tekur þátt í umræðu um hvernig maðurinn nýtir náttúruna. |
|
Kemur með hugmyndir að aðgerðum sem tengjast náttúruvernd og tekur þátt í verkefnum í nærumhverfi sínu. |
|
Geti fjallað um hvaða hlutverki lofthjúpurinn gegnir fyrir líf á jörðinni,
|
|
Lífið |
Segir frá eigin upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi. |
Ræðir um helstu einkenni lífvera og lífsskilyrða þeirra. |
|
Gerir sér grein fyrir tilvist örvera í umhverfinu sem geta ýmist verið gagnlegar eða skaðlegar. |
|
Gerir sér grein fyrir að allar lífverur eru gerðar úr frumum. |
|
Áttar sig á að lífverur hafa tekið breytingum frá upphafi lífs á jörðu. |
|
Lýsir ytri byggingu á helstu hlutum plantna. |
|
Lýsir helstu einkennum valinna dýra. |
|
Lýsir ytri byggingu á helstu hlutum sveppa. |
|
Lýsir byggingu og starfsemi mannslíkamans á einfaldan hátt. |
|
Tjáir sig á einfaldan hátt um einkastaði líkamans og ber virðingu fyrir þeim. |
|
Ræðir mikilvægi hreyfingar, hreinlætis, hollrar fæðu, hvíldar og svefns. |
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is