Námsáætlun í myndmennt fyrir yngsta stig

Námsáætlun - Myndmennt 2025-2026

 

Bekkur: 1. - 4. bekkur

Námsgrein: Myndmennt

Kennari: Ingibjörg Ómarsdóttir

Tímafjöldi: 1 tími á viku

 

Námsgögn: 

Efni frá kennara

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

  • Tjáning og miðlun

  • Skapandi og gagnrýnin hugsun

  • Sjálfstæði og samvinnu

  • Nýting miðla og upplýsinga

  • Ábyrgð og mat á eigin námi

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: 

  • Læsi 

  • Sjálfbærni 

  • Lýðræði og mannréttindi

  • Jafnrétti 

  • Heilbrigði og velferð 

  • Sköpun.

Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

Kennsluhættir: Kennsluhættir eru fjölbreyttir, notast verður við efni frá kennara og unnið með sjálfstæði nemenda, einstaklings- sam- og hópavinnu þar sem unnið er með mismunandi miðla sem tengjast myndmennt.

 

Námsmat: Námsmat byggist á virkni nemenda í tímum, verkefna vinnu, þátttöku í samræðum og verkefnum og sjálfstæði



Námsþættir:

Hæfniviðmið. Fyrir lok 4.bekkjar á nemandi að geta:

Sköpun

Skapar myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum og tækni.

 

Getur unnið út frá kveikju við eigin listsköpun, bæði í tví- og þrívíðu formi.

 

Nýtir sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar.

 

Útskýrir og sýnir vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki.

   

Greining og úrvinnsla

Tjáir tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt.

 

Þekkir hugtök og heiti sem tengjast frumþáttum og lögmálum myndlistar við vinnu verkefna hverju sinni.

 

Fjallar um eigin verk og annarra.

 

Greinir á einfaldan hátt listaverk og myndmál í því.

   

Menning og umhverfi

Greinir að einhverju leyti á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka.

 

Skilur mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar.

 

Þekkir og getur gert grein fyrir völdum verkum íslenskra listamanna, lýst þeim og greint á einfaldan hátt yrkisefnið og þær aðferðir sem beitt var við sköpun verksins.