Námsáætlun í lífsleikni fyrir yngsta stig

Námsáætlun - Lífsleikni 2025-2026

 

Bekkur: 1. - 4. bekkur

Námsgrein: Lífsleikni

Kennari: Ingibjörg Ómarsdóttir

Tímafjöldi: 1 tími á viku

 

Námsgögn: 

Efni frá kennara

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

  • Tjáning og miðlun

  • Skapandi og gagnrýnin hugsun

  • Sjálfstæði og samvinnu

  • Nýting miðla og upplýsinga

  • Ábyrgð og mat á eigin námi

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: 

  • Læsi 

  • Sjálfbærni 

  • Lýðræði og mannréttindi

  • Jafnrétti 

  • Heilbrigði og velferð 

  • Sköpun.

Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

Kennsluhættir: Kennsluhættir eru fjölbreyttir, notast verður við efni frá kennara og námsbækur sem reyna á sjálfstæði nemenda, einstaklings- sam- og hópavinnu 

 

Námsmat: Námsmat byggist á virkni nemenda í tímum, verkefna vinnu, þátttöku í samræðum og verkefnum og sjálfstæði.



Námsþættir:

Hæfniviðmið. Fyrir lok 4.bekkjar á nemandi að geta:

Vinnulag Samfélagsgreina

Geta greint upplýsingar og ólíkar skoðanir úr völdum heimildum og myndað sér eigin skoðanir.

 

Geti spurt spurninga og tekið þátt í umræðu um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni.

 

Geta sett sig í spor jafnaldra og fjölskyldumeðlima.

 

Geta miðlað þekkingu sinni og skoðunum tengdum samfélaginu.

 

Geta tekið þátt í samstarfi og sameiginlegum ákvörðunum í jafningjahópi og innan fjölskyldunnar.

   

Sjálfsmynd

Sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum.

 

Geti áttað sig á mikilvægi jákvæðra viðhorfa fyrir sjálfan sig.

 

Geta fjallað um ólíka einstaklinga og hópa í skóla- og nærsamfélaginu.

 

Geta áttað sig á mikilvægi næringar, hvíldar, svefns, hreyfingar og hreinlætis.

 

Geta gert sér og öðrum grein fyrir hvar eigin styrkur og áhugi liggur.

 

Geta bent á dæmi um fjölbreytni kynhlutverka og áhrif þeirra á sjálfsmyndina.

 

Geta áttað sig á og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem gleði, tilhlökkun, sorg og reiði.

 

Geta sýnt sjálfum sér og öðrum virðingu og sagt frá því hvernig það er hægt.

 

Geta áttað sig á kostnaði við eigin neyslu og muninum á þörfum og löngunum.

   

Siðferði og trú

Geta áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og borið virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og siðum.

   

Borgaravitund

Geta sýnt þekkingu á reglum í samskiptum og útskýrt tilgang þeirra.

 

Geta rætt um réttindi og skyldur og þekki til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

 

Geti áttað sig á að hver einstaklingur er hluti af stærra samfélagi.