Námsáætlun í lífsleikni fyrir unglingastig

Námsáætlun - Lífsleikni 2025-2026

 

Bekkur: 8-10. bekkur

Námsgrein: Lífsleikni

Kennari: Ingibjörg Ómarsdóttir

Tímafjöldi: 1 tími á viku

 

Námsgögn: 

Efni frá kennara

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

  • Tjáning og miðlun

  • Skapandi og gagnrýnin hugsun

  • Sjálfstæði og samvinnu

  • Nýting miðla og upplýsinga

  • Ábyrgð og mat á eigin námi

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: 

  • Læsi 

  • Sjálfbærni 

  • Lýðræði og mannréttindi

  • Jafnrétti 

  • Heilbrigði og velferð 

  • Sköpun.

Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

Kennsluhættir: Kennsluhættir eru fjölbreyttir, notast verður við efni frá kennara og námsbækur sem reyna á sjálfstæði nemenda, einstaklings- sam- og hópavinnu 

 

Námsmat: Námsmat byggist á virkni nemenda í tímum, verkefna vinnu, þátttöku í samræðum og verkefnum og sjálfsmati



Námsþættir:

Hæfniviðmið. Fyrir lok 10.bekkjar á nemandi að geta:

Vinnulag Samfélagsgreina

Geta útskýrt, rökrætt og beitt mikilvægum hugtökum samfélagsgreina.

 

Get spurt fjölbreyttra spurninga og tekið þátt í gagnrýninni umræðu um samfélagsleg og siðferðileg málefni frá mismunandi sjónarhornum.

 

Geta aflað sér upplýsinga um samfélagsleg og alþjóðleg málefni úr heimildum á fjölbreyttu formi, túlkað og hagnýtt.

 

Geta sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum.

 

Geta vegið og metið upplýsingar og skoðanir úr heimildum á margvíslegu formi, myndað sér eigin skoðanir og tekið upplýsta afstöðu til málefna.

   

Sjálfsmynd

Geta útskýrt hvernig sjálfsmyndin mótast af menningu, félagslegu umhverfi, aðstæðum og alþjóðlegum áhrifum.

 

Geti rökstutt mikilvægi eigin jákvæðra lífsviðhorfa, hugarfar vaxtar og seiglu fyrir persónulega farsæld og þroska.

 

Geta fjallað með gagnrýnum hætti um og greint staðalmyndir og fordóma, uppruna þeirra og afleiðingar.

 

Geta gert sér grein fyrir þörfum sínum og fjallað um ábyrgð sína á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði.

 

Geta gert grein fyrir eigin áhugasviðum, styrk og áskorunum og myndað sér raunhæfa framtíðaráætlun á grunni þeirrar sjálfsþekkingar.

 

Geta beitt hugtökum tengdum kynjafræði og útskýrt hvaða hlutverki þau gegna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd.

 

Geta þekkt margbreytileika eigin tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta.

 

Geta borið virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, sett mörk í samskiptum og virt mörk annarra og útskýrt mikilvægi virðingar.

   

Borgaravitund

Geta útskýrt hlutverk reglna í samskiptum fólks í fjölskyldu, vinahópi og þjóðfélaginu í heild og tekið þátt í að móta slíkar reglur.

 

Geta þekkt almenn ákvæði um mannréttindi, uppruna þeirra og áhrif, hafi Barnasáttmálann Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og geti rökrætt gildi mannréttinda og jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins og á heimsvísu.