Námsáætlun í íslensku fyrir 8. - 10. bekk

Námsáætlun

 

Bekkur: 8. - 10. bekkur

Námsgrein: Íslenska

Kennari: Anna Margrét Birgisdóttir

Tímafjöldi: 8 kennslustundir á viku.

 

Námsgögn: Málið í mark - Sagnorð, Gullvör, Hrafnkels saga Freysgoða, skáldsaga, Stafsetning, Heimir, ýmis lesskilningsverkefni og efni frá kennara.

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

Tjáning og miðlun. 
Skapandi og gagnrýnin hugsun.
Sjálfstæði og samvinnu. 
Nýting miðla og upplýsinga. 
Ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti.

 








Námsþættir  

Hæfniviðmið

Kennsluhættir

Námsmat

Talað mál, hlustun og áhorf

Við lok 10. bekkjar getur nemandi: 

- flutt mál sitt skýrt og áheyrilega með viðeigandi talhraða, tónfalli, áherslum og fasi.

- miðlað þekkingu sinni og reynslu, tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim með fjölbreyttum leiðum.

- horft á, hlustað og tekið eftir upplýsingum í fjölbreyttu efni og greint og miðlað innihaldi þess á gagnrýninn hátt.

- nýtt sér fjölbreytta hljóð- og myndmiðla til upplýsingar og afþreyingar og tekið afstöðu til þess sem þar er birt.

Nemendur kynna verkefni munnlega, nýta sér hlustun, sjónrænt efni og rafrænt efni í verkefna- og ritgerðavinnu.

Námsmat felst í símati þar sem hvert verkefni er metið sérstaklega.

 

Lesfimi

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

- lesið fjölbreytta texta af öryggi, í góðu flæði og í viðeigandi hendingum og með tjáningu í samræmi við aðstæður hverju sinni.

 - valið og beitt fjölbreyttum lestraraðferðum sem hæfa tilgangi og viðfangsefni hverju sinni.

- beitt ríkulegum orðaforða, fyrri þekkingu og reynslu til að mynda samhengi og skilning í lestri og notað fjölbreyttar aðferðir til að efla orðaforða sinn.

 - skilið og fjallað um fjölbreytta texta, greint þá og borið saman á margvíslegan hátt og lagt rökstutt og gagnrýnið mat á inntak þeirra og eiginleika.

- valið og lesið sér til gagns og ánægju fjölbreytta texta, unnið með efni þeirra á fjölbreyttan hátt og miðlað til annarra.

Unnið með lestur og lesskilning einu sinni í viku.

Nemendur velja sér lesefni eftir áhuga fyrir daglegan lestur heima.

Lesferill er lagður fyrir þrisvar sinnum á skólaárinu og Orðarún tvisvar sinnum, haust og vor.

Hraðlestrarpróf er lagt fyrir þrisvar sinnum á skólaárinu.

Skimunarprófið LOGOS er lagt fyrir 9. bekk að hausti og fyrir 10. bekk að vori.

Bókmenntir

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

- lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og erlendar bókmenntir.

- beitt algengum hugtökum í bókmenntafræði við greiningu og umfjöllun um fjölbreyttar bókmenntir frá ýmsum tímum.

- lesið og skilið texta frá fyrri tímum, áttað sig á því að þeir mótist af sögulegu samhengi og borið saman við eigin samtíð.

- notað algeng bókmenntahugtök í umfjöllun um bundið mál og óbundið og lesið og túlkað fjölbreytt ljóð frá ýmsum tímum.

Bókmenntir lesnar, bæði Íslendinga sögur og skáldsögur. Efnið rætt og túlkað og verkefni unnin.

Námsmat felst í símati þar sem verkefni eru unnin reglulega og kannanir lagðar fyrir. 

Ritun

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

- haft vald á ólíkum leiðum til að miðla rituðu máli og getur valið þá leið sem hentar tilgangi og lesendum. 

- skrifað texta þar sem efnisatriðum er skipað í röklegt samhengi, góður þráður er á milli efnisgreina og kaflaskipting er skýr.

- beitt ríkulegu tungutaki, fjölbreyttum orðaforða og málsniði í texta eftir því hver tilgangur skrifanna er, fyrir hvaða viðtakendur er skrifað og hvaða birtingarform er valið.

- samið fjölbreyttan texta til að tjá hugmyndir, skoðanir, reynslu og sköpunarkraft, metið og endurbætt með hliðsjón af gagnrýni og hjálpargögnum. 

- beitt helstu atriðum stafsetningar og greinarmerkjasetningar og notað til þess reglur um réttritun og önnur hjálpartæki. 

Ýmis konar ritunarverkefni unnin, s.s. heimildaritgerð, bókmenntaritgerð, gagnrýni, frjáls ritun o.fl. 

Farið í helstu stafsetningarreglur og verkefni unnin.

Námsmat felst í símati. Ritgerða- /verkefnavinna þar sem hver vinnur á sínum hraða. Mat er lagt á vinnubrögð og ástundun.

Nemendur skrifa eina stafsetningaræfingu heima á viku. Eitt próf í mánuði.

Mál og málnotkun

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

- beitt málfræðiþekkingu sinni í umræðu um tungumálið, þróun og einkenni þess og nýtt hana í eigin málnotkun.

- áttað sig á fjölbreyttum tilbrigðum í orðaforða og málnotkun og beitt mismunandi málsniði eftir efni og tilefni í ræðu og riti.

- áttað sig á og beitt sköpunarmætti tungumálsins og nýtt það m.a. við ritun, tal, nýyrðasmíð, í orðaleikjum og skáldskap.

- áttað sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka og gert sér grein fyrir hlutverki þeirra í eigin texta og annarra.

- beytt fleygum orðum, algengum orðtökum, málsháttum og föstum orðasamböndum í máli sínu.

- nýtt fjölbreytt hjálpartæki til að afla sér upplýsinga um tungumálið og styðja við notkun þess.

Unnið er með sagnorð.

Námsmat felst í símati þar sem reglulegar kannanir eru lagðar fyrir.