Námsáætlun
Bekkur: 5. - 7. bekkur
Námsgrein: Íslenska
Kennari: Anna Margrét Birgisdóttir
Tímafjöldi: 9 kennslustundir á viku.
Námsgögn: Málrækt 2, Mál í mótun, Brennd á báli, Smellur, lestrarbækur við hæfi hvers og eins, ýmis lesskilningsverkefni og annað efni frá kennara. Skriftarbækur frá MMS og Góður, betri, bestur.
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Tjáning og miðlun.
Skapandi og gagnrýnin hugsun.
Sjálfstæði og samvinnu.
Nýting miðla og upplýsinga.
Ábyrgð og mat á eigin námi.
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Kennsluhættir |
Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf |
Við lok 7. bekkjar getur nemandi: - flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og gert sér grein fyrir undirstöðuatriðum góðrar framsagnar. - gert grein fyrir þekkingu sinni og reynslu og tjáð hugmyndir sínar og skoðanir frammi fyrir hópi. - hlustað og horft af athygli á fjölbreytt efni, beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það og greint frá aðalatriðum. - nýtt sér myndefni og stafrænt efni á gagnrýninn hátt og greint frá aðalatriðum þess. |
Nemendur fá þjálfun í upplestri á margvíslegum texta og eru hvattir til að sýna virðingu í samskiptum. |
Námsmat felst í símati. Framkoma og tjáning metin. Fulltrúi skólans tekur þátt í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk að vori. |
Lestur og lesskilningur |
Við lok 7. bekkjar getur nemandi: - lesið texta við hæfi á nákvæman og sjálfvirkan hátt og með tjáningu sem sýnir skilning á tilgangi og merkingu texta. - beitt lestraraðferðum sem hæfa tilgangi og viðfangsefni hverju sinni. - beitt fjölbreyttum orðaforða og fyrri þekkingu til að mynda samhengi og skilning í lestri og notað aðferðir til að ráða í merkingu ókunnra orða og orðasambanda. - skilið, fjallað um og dregið saman efni ólíkra texta, dregið ályktanir af efninu, greint og lagt mat á merkingu þeirra og tilgang á gagnrýninn hátt. - valið og lesið sér til gagns og ánægju fjölbreytta texta og miðlað áhuga sínum og skoðunum til annarra. |
Unnið er með lesskilning einu sinni í viku. Daglegur lestur heima og þrisvar til fjórum sinnum í skóla. Nemendur velja sér lesefni til yndislestrar eftir áhuga. Kennari les reglulega fyrir hópinn. |
Lesfimipróf er lagt fyrir þrisvar sinnum á skólaárinu og Orðarún tvisvar sinnum, haust og vor. Hraðlestrarpróf er lagt fyrir þrisvar sinnum á skólaárinu. Skimunarprófið LOGOS er lagt fyrir 6. bekk að hausti. |
Bókmenntir |
Við lok 7. bekkjar getur nemandi: - lesið ýmsar bókmenntir og unnið með efni þeirra á fjölbreyttan hátt. - beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði við umfjöllun um fjölbreyttar bókmenntir. - lesið einfalda texta frá fyrri tímum og áttað sig á því að þeir mótist af sögulegu samhengi. - notað einföld bókmenntahugtök í umræðu og vinnu með innihald og einkenni ljóða frá ólíkum tímum. |
Nemendur eru kynntir fyrir ýmsum tegundum bókmennta þar sem reynir á hlustun, lesskilning, ritun og orðaforða. |
Námsmat felst í símati þar sem verkefni eru unnin reglulega og kannanir lagðar fyrir. |
Ritun |
Við lok 7. bekkjar getur nemandi: - miðlað texta í gegnum sjálfvirka og læsilega skrift og fyrirhafnarlausan innslátt á lyklaborð og gengið frá texta samkvæmt fyrirmælum. - skrifað texta þar sem málsgreinar eru fjölbreyttar og texta er skipt upp í efnisgreinar. - skipulagt og orðað texta á þann hátt sem hæfir tilefni, viðtakendum og birtingarformi. - tjáð hugmyndir sínar, reynslu og sköpun í texta, metið, mótað og endurskrifað með hliðsjón af hjálpargögnum. - beitt algengum atriðum stafsetningar og greinarmerkjasetningar og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi. |
Ýmis konar ritunarverkefni unnin. Farið í helstu stafsetningarreglur og unnið með þær. |
Námsmat felst í símati. Sögugerð og ritunarverkefni þar sem hver vinnur á sínum hraða. Mat er lagt á vinnubrögð og ástundun. Reglulegar kannanir í stafsetningu. Þjálfun í skriftarbókum bæði heima og í skóla. |
Mál og málnotkun |
Við lok 7. bekkjar getur nemandi: - beitt málfræðiþekkingu sinni í umræðu um ýmis einkenni málsins og málnotkun sína. - beitt málfræðiþekkingu sinni í umræðu um ýmis einkenni málsins og málnotkun sína. - notað góðan orðaforða í ræðu og riti og nýtt sér fjölbreytt málsnið við orðmyndun, tal og ritun. - nýtt orðaforða sinn til að skapa ný orð og orðasambönd og notað þau í texta. - áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð og greint hlutverk og helstu einkenni þeirra. - notað algeng hjálpargögn og málshætti í töluðu máli og rituðu og greint notagildi þeirra í texta. - nýtt sér kunnáttu og færni til að fletta upp orðum í orðabókum og öðrum gagnabrunnum um tungumál. |
Unnið er með helstu orðflokka, samheiti og andheiti. |
Námsmat felst í símati þar sem reglulegar kannanir eru lagðar fyrir. |
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is