Námsáætlun í íslensku fyrir 2. - 4. bekk

Námsáætlun

 

Bekkur: 2. - 4. bekkur

Námsgrein: Íslenska

Kennari: Sigrún Birgisdóttir

Tímafjöldi: 10 stundir á viku

 

Námsgögn: Ýmsar léttlestrar- og vinnubækur sem hæfa getu hvers nemanda. Lesrún, Ritrún, efni af skólavefnum, 123skóli og fleira efni.

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

 · Talað mál, hlustun og áhorf

 · Lestur og lesskilningur

 · Bókmenntir

 · Ritun

 · Mál og málnotkun

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

Önnur hæfniviðmið sem lúta að almennri framkomu og vinnulagi í tímum og metin eru yfir allt árið:

  • Tekur ábyrgð á eigin námi.
  • Virðir vinnufrið annarra.
  • Vinnur með öðrum og sýnir jákvæðni í samskiptum.
  • Leitar upplýsinga, les sér til gagns og vinnur sjálfstætt.
  • Vinnur vel.
  • Sýnir vönduð vinnubrögð við verkefnaskil.
  • Fer eftir fyrirmælum.

 

 

 

 

Námsþættir  

Hæfniviðmið

Kennsluhættir

Námsmat

Talað mál, hlustun

og áhorf

  • Beitt skýrum og áheyrilegum framburði.
  • Sagt frá atburði eða fyrirbæri, tjáð sig frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu.
  • Hlustað og horft af athygli á valið efni og greint frá upplifun sinni.
  • Nýtt sér og endursagt efni á stafrænu formi.

Notast er við fjölbreytta kennsluhætti þar sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings - og samvinnu.  Reynt er að höfð til hvers og eins.

Munnleg og skrifleg verkefni.

Próf, kannanir og skimanir af ýmsu tagi.

Þátttaka í samræðum, virkni og tjáning.

Einstaklings- og hópverkefni.

Sjálfsmat.

Lestur og lesskilningur

  • Beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa svo lestur flæði vel og merking texta komist til skila.
  • Þekkt og beitt einföldum aðferðum við lestur og tilgreint dæmi um ólíkan tilgang lestrar.
  • Beitt góðum orðaforða við að skilja texta og notað einfaldar aðferðir til að ráða í merkingu ókunnra orða.
  • Skilið augljós efnisatriði valinna texta, greint og lagt mat á inntak þeirra og dregið einfaldar ályktanir.
  • Valið og lesið sér til ánægju fjölbreytt lesefni sem hæfir aldri.

Lesnar eru bækur sem henta hverjum og einum og unnar ýmsar vinnubækur. Ýmis önnur verkefni sem tengjast lestri og safnað er saman í verkefnabók.

Munnleg, verkleg, skrifleg og myndræn verkefni.

Próf, kannanir og skimanir af ýmsu tagi.

Vinnubækur og verkefnabækur.

Einstaklings- og hópverkefni.

Bókmenntir

  • Unnið með ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum.
  • Beitt einföldum bókmenntahugtökum í umfjöllun um bókmenntir.
  • Lesið einfalda texta frá fyrri tímum og sett sig í spor persóna og lesenda í fortíðinni.
  • áttað sig á grunneinkennum ljóða og unnið með innihald þeirra.

Farið er í uppbyggingu sögu.  Upphaf- meginmál- endir. Kennd notkun hugarkorta við gerð sagna.

Nem. semja eigin sögur í Sögubók og myndskreyta

Símat, verkefna- og vinnubækur metnar, einstaklings- og hópverkefni

 

Ritun

  • Dregið rétt til stafs, skrifað skýrt og læsilega og á lyklaborð.
  • Búið til setningar og málsgreinar og notað til þess algengar samtengingar.
  • Skrifað ólíkar textategundir og skilur að hverjum texta er ætlað ákveðið hlutverk.
  • Sett fram eigin hugmynd í texta, metið og lagfært með eða án hjálpargagna.
  • Beitt einföldum stafsetningarreglum og einföldum reglum við greinarmerkjasetningu.

Kennd er Ítalíuskrift.

Verkefnabækur og vinnubækur metnar. Einstakling- og hópverkefni.

Símat og sjálfsmat. Tjáning og virkni.

Mál og málnotkun

  • Þekkt og rætt ýmis einkenni málsins.
  • Beitt töluðu máli og rituðu af nokkru öryggi og með orðaforða og málskilningi sem hæfir aldri.
  • Áttað sig á sköpunarmætti tungumálsins svo sem með því að ríma og fara í orðaleiki.
  • Áttað sig á mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða.
  • Leikið sér með margræðni tungumálsins svo sem í gegnum orðtök, einfalda málshætti og föst orðasambönd.
  • Raðað í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag.

Skrifleg, verkleg og munnleg verkefni. Bækur eins og Ritrún, Lesrún.  Einnig er notað efni af skólavefnum o.fl.

Umsögn byggð á frammistöðu í vetur,   verkefnalausnum nemenda og fl.

Einstaklingsverkefni og hópverkefni.

Verkefnabækur metnar.