Bekkur: 1. - 4.. bekkur
Námsgrein: Hönnun og smíði
Kennari: Björgvin Valur Guðmundsson
Tímafjöldi: 80 mín. á viku
Námsgögn: Öll almenn áhöld smíðastofunnar.
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Tjáning og miðlun
Skapandi og gagnrýnin hugsun
Sjálfstæði og samvinnu
Nýting miðla og upplýsinga
Ábyrgð og mat á eigin námi.
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Að nemendur læri að beita verkfærum á réttan hátt
Að nemendur kynnist hönnunar-/rannsóknarferli hönnuða og listamanna og geti unnið eftir vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar
Að nemendur geti skráð hugmyndavinnu og verkferli í skissubók
Að nemendur geti unnið sjálfstætt og sýni frumkvæði
Að nemendur læri tungutak hönnunar og smíði
Að nemendur læri góða umgengni á verkstæði
Námsgögn: Öll almenn áhöld íþróttahússins og sundlaugarinnar.
Námsmat: Símat yfir alla önnina.
Einkunnir verða gefnar út að vori samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla á kvarðanum D, C, C+, B, B+ og A
Áskilinn er réttur til breytinga á áætlun og námsmati.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Verklag |
Þekkir algengustu verkfæri í trésmíði og útskýrir á einfaldan hátt virkni þeirra. Beitir líkamanum rétt við vinnu sína og sýnir rétta notkun hlífðarbúnaðar. |
Sköpun, hönnun og tækni |
Getur dregið einfalda skissu og tvívíða teikningu til að útskýra hugmyndir sínar. Nemandi geti framkvæmt einfaldar samsetningar. |
Menning og umhverfi |
Velur efni út frá umhverfissjónarmiðum og sagt frá kostum þess að nota efni úr nærumhverfi. Sýnir góða nýtingu þeirra efna sem unnið er með. |
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is