Námsáætlun |
Bekkur: 1. - 4. bekkur
Námsgrein: Heimilisfræði
Kennari: Auður Hermannsdóttir
Tímafjöldi: 80 mínútur á viku, 4. bekkur fyrir áramót og 1. – 3. bekkur eftir áramót.
Námsgögn: Heimilisfræði 2, 3 og 4 eftir Jóhönnu Höskuldsdóttur og Ólöfu Jónsdóttur. Ýmis verkefni og uppskriftir frá kennara. |
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
× Tjáning og miðlun
× Skapandi og gagnrýnin hugsun
× Sjálfstæði og samvinnu
× Nýting miðla og upplýsinga
× Ábyrgð og mat á eigin námi.
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Kennsluhættir |
Námsmat |
Verklag |
Við lok 4. bekkjar getur nemandi: útbúið einfaldar og hollar máltíðir með aðstoð, farið eftir einföldum uppskriftum og notað til þess einföld mæli- og eldhúsáhöld og sinnt viðeigandi frágangi, gert sér grein fyrir helstu hættum sem fylgja vinnu í eldhúsi.
|
Kennsluhættir í heimilisfræði eru að mestu í formi sýnikennslu og verklegra æfinga. Nemendur læra að vinna bæði sjálfstætt og í hóp. Unnin eru bókleg verkefni samhliða verklegri kennslu auk sífelldrar umræðu um hugtök og heiti sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni. |
Námsmat er símat þar sem ástundun nemenda er skráð eftir hverja kennslustund. Þar er farið eftir því hversu vel nemendur fylgja fyrirmælum, vinna með öðrum, sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og taki virkan þátt í kennslustundum. Áherslan er á að meta ferlið en ekki eingöngu afurðina. Leiðsagnarmat er viðhaft yfir árið þar sem nemendur fá munnlega leiðsögn um stöðu sína. Hvað sé gott og hvað sé hægt að bæta.
|
Lífshættir |
Við lok 4. bekkjar getur nemandi: tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigða lífshætti, valið hollan mat og útskýrt áhrif hans á líkama og líðan, farið eftir einföldum leiðbeiningum um hreinlæti og þrif, tjáð sig á einfaldan hátt um kostnað við máltíð eða nesti. |
||
Menning og umhverfi |
Við lok 4. bekkjar getur nemandi: sett viðfangsefni heimilisfræðinnar í einfalt samhengi við sjálfbærni, skilið einfaldar umbúðamerkingar, tjáð sig á einfaldan hátt um jákvæð samskipti við borðhald og þekki þjóðlegan mat, gert sér grein fyrir mismunandi kolefnisspori matvæla. |
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is