Námsáætlun í ensku fyrir 9. bekk

 

9. bekkur

Námsgrein:  Enska

Kennari:  Björgvin Valur Guðmundsson

Tímafjöldi:  160 mínútur á viku 

Námsgögn: Spotlight 9.  Efni af vef og efni búið til af kennara.

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

Námsþættir  

Hæfniviðmið

Kennsluhættir

Námsmat

Hlustun og áhorf

Skilið talað mál og frásagnir um efni tengt námi hans og daglegu lífi, brugðist við þeim og nýtt sér í námi sínu

Fylgt þræði í efni við hæfi á margvíslegum miðlum og nýtt í námi sínu.

Hlustað eftir aðalatriðum, greint þau og nýtt sér í námi sínu.

Horft á efni, hlustað eða lesið og umræður um það á eftir.  Kennari kemur með umræðuefni í tíma og nemendur tjá sig um það.

Námsmat fer fram með símati og eru skilaverkefni nemenda metin jafnóðum.  Í lok annar er svo framkvæmt lokamat og hæfni nemenda metin út frá þessu tvennu.

Lestur og lesskilningur

Fundið lykilupplýsingar í texta og nýtt sér í verkefnavinnu.

Skilið megininntak rauntexta og unnið úr efni þeirra.

Lesið sér til gagns og ánægju einfaldar smásögur og skáldsögur og unnið með efni þeirra.

Lesið og skilið auðlesið efni og hugtök tengt öðrum námsgreinum.

Lesið og skilið texta við hæfi sem innihalda algengan orðaforða.

Horft á efni, hlustað eða lesið og verkefni unnin upp úr því.

 

Samskipti

Tekið þátt í óformlegu samtali um áhugamál sín og daglegt líf.

Bjargað sér við algengar aðstæður og notað almennar kurteisis- og samskiptavenjur.

Notað málið til samskipta í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal.

 

 

Frásögn

Tjáð sig um reynslu sína og skoðanir og brugðist við einföldum spurningum.

Undirbúið og flutt frásögn eða kynningu og brugðist við einföldum spurningum.

Flutt tilbúið eða frumsamið efni, einn eða í félagi við aðra. 

Beitt málinu með nokkuð eðlilegum framburði og áherslum.

Nemandi undirbýr og flytur frásögn eða kynningu.

 

Ritun

Skrifað texta af mismunandi gerðum með inntak og lesanda í huga.

Beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt og skapað samhengi í texta.

Skrifað einfalda texta um það sem hann hefur lesið, séð eða heyrt.

Lýst atburðarás eða reynslu með orðaforða sem unnið hefur verið með.

Samið einfalda texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.

Nemandi skrifar ritgerð eða frásögn frá eigin brjósti.