6. bekkur
Námsgrein: Enska
Kennari: Björgvin Valur Guðmundsson
Tímafjöldi: 80 mínútur á viku
Námsgögn: Yes We Can 6. Efni af vef og efni búið til af kennara.
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Kennsluhættir |
Námsmat |
Hlustun og áhorf |
Skilið algeng orð, einföld fyrirmæli og frásagnir og brugðist við þeim. Fylgt meginþræði í einföldu efni sem höfðar til barna og unglinga. |
Horft á efni, hlustað eða lesið og umræður um það á eftir. Kennari kemur með umræðuefni í tíma og nemendur tjá sig um það. |
Námsmat fer fram með símati og eru skilaverkefni nemenda metin jafnóðum. Í lok annar er svo framkvæmt lokamat og hæfni nemenda metin út frá þessu tvennu. |
Lestur og lesskilningur |
Fundið afmarkaðar upplýsingar í einföldum texta og nýtt sér í verkefnavinnu. Skilið megininntak einfaldra rauntexta með stuðningi ef þarf. |
Horft á efni, hlustað eða lesið og verkefni unnin upp úr því. |
|
Samskipti |
Spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst. Tekist á við aðstæður í skólastofunni í einföldum samskiptum. |
|
|
Frásögn |
Tjáð sig á einfaldan hátt um sjálfan sig og líf sitt. Undirbúið og flutt einfalda frásögn eða kynningu um efni sem hann þekkir vel. |
Nemandi undirbýr og flytur frásögn eða kynningu. |
|
Ritun |
Skrifað einfaldan texta með orðaforða úr efnisflokkum sem fengist er við. Byggt upp einfaldar setningar, stafsett algeng orð og notað algeng greinarmerki. Skrifað einfalda texta um efni sem tengist námi hans. Skrifað á einföldu máli um efni sem hann þekkir vel. Samið stutta texta frá eigin brjósti. |
Nemandi skrifar ritgerð eða frásögn frá eigin brjósti.
|
|
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is