Námsáætlun i efst á baugi
8. og 9. bekkur
Kennari: Björgvin Valur Guðmundsson
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun.
Kennsluhættir: Fjallað verður um atburði líðandi stundar með lestri fréttamiðla. Reynt verður að koma auga á tengingar eða hliðstæður við sögulega atburði. Einnig velta nemendur því fyrir sér hvernig atburðir hér heima og erlendis muni hafa áhrif á líf þeirra.
Viðmið úr námskrá:
Nemandinn getur nálgast fréttaefni á ýmsa vegu og á margvíslegum miðlum.
Nemandinn getur tekið þátt í málefnalegum umræðum um efni líðandi stundar og tekið tillit til skoðanna annarra.
Nemandinn sýnir kurteisi og tillitssemi í samskiptum við aðra nemendur
Nemandinn getur tekið óháða afstöðu með málum líðandi stundar.
Nemandinn getur sagt frá fréttaefni með sínum eigin orðum.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is