Námsáætlun |
Bekkur: 8. - 9. bekkur
Námsgrein: Danska
Kennari: Auður Hermannsdóttir
Tímafjöldi: 80 mínútur á viku.
Námsgögn: TAK lesbók og TAK verkefnabók A og B. Einnig ýmis önnur verkefni frá kennara auk léttlestrabóka og verkefnum tengdum þeim.
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
× Tjáning og miðlun
× Skapandi og gagnrýnin hugsun
× Sjálfstæði og samvinnu
× Nýting miðla og upplýsinga
× Ábyrgð og mat á eigin námi.
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Kennsluhættir:
Kennsla í dönsku byggist á viðfangsefnum sem skipt er í flokka samkvæmt kennslubókinni. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengjast hverju viðfangsefni. Unnið er þannig að allir nemendur fylgjast að og eru á sama stað í náminu, sem gerir þeim kleift að vinna saman, taka þátt í samtalsæfingum og ýmsum talæfingum tengdum efninu. Auk þess vinna nemendur einnig einstaklingsverkefni sem styrkja færni þeirra og sjálfstæð vinnubrögð.
Námsmat:
Lagt er upp með símat yfir önnina, þar sem metin er verkefnavinna og þátttaka nemenda í kennslustundum. Að auki eru lagðar fyrir kannanir sem ná yfir alla þætti námsins, að lágmarki í lok hvorrar annar, til að kanna námsstöðu nemenda og framfarir. Auk þess eru hæfniviðmið aðalnámsskrár sem eru hér fyrir neðan höfð að leiðarljósi við allt námsmat.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Hlustun og áhorf |
Við lok 2. stigs getur nemandi: × skilið talað mál og frásagnir um efni tengt námi hans og daglegu lífi, brugðist við þeim og nýtt sér í námi sínu, × fylgt þræði í efni við hæfi á margvíslegum miðlum og nýtt í námi sínu, × hlustað eftir aðalatriðum, greint þau og nýtt sér í námi sínu. |
Lestur og lesskilningur |
Við lok 2. stigs getur nemandi: × fundið lykilupplýsingar í texta og nýtt sér í verkefnavinnu, × skilið megininntak rauntexta og unnið úr efni þeirra, × lesið sér til gagns og ánægju einfaldar smásögur og skáldsögur og unnið með efni þeirra, × lesið og skilið auðlesið efni og hugtök tengt öðrum námsgreinum, × lesið og skilið texta við hæfi sem innihalda algengan orðaforða. |
Samskipti |
Við lok 2. stigs getur nemandi: × tekið þátt í óformlegu samtali um áhugamál sín og daglegt líf, × bjargað sér við algengar aðstæður og notað almennar kurteisis- og samskiptavenjur, × notað málið til samskipta í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal. |
Frásögn |
Við lok 2. stigs getur nemandi: × tjáð sig um reynslu sína og skoðanir og brugðist við einföldum spurningum, × undirbúið og flutt frásögn eða kynningu og brugðist við einföldum spurningum, × flutt tilbúið eða frumsamið efni, einn eða í félagi við aðra, × beitt málinu með nokkuð eðlilegum framburði og áherslum. |
Ritun |
Við lok 2. stigs getur nemandi: × skrifað texta af mismunandi gerðum með inntak og lesanda í huga, × beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt og skapað samhengi í texta, × skrifað einfalda texta um það sem hann hefur lesið, séð eða heyrt, × lýst atburðarás eða reynslu með orðaforða sem unnið hefur verið með, × samið einfalda texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
|
Menningarlæsi |
Við lok 2. stigs getur nemandi: × sýnt að hann þekkir til ýmissa þátta sem einkenna menningu og daglegt líf, × sett sig í spor fólks á viðkomandi málsvæði og gert sér grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt með hans eigin aðstæðum, × sýnt að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið móðurmál eða önnur tungumál sem hann er að læra.
|
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is