Námsáætlun í dönsku fyrir 6. og 7. bekk.

 

Námsáætlun

 

Bekkur: 6. – 7. bekkur

Námsgrein: Danska

Kennari: Auður Hermannsdóttir          

Tímafjöldi:  80 mínútur á viku.

Námsgögn: Start, Lesbók og vinnubók og Smart, lesbók og vinnubók. Auk hlustunarefnis og annars aukaefnis frá kennara.

 

 Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

×        Tjáning og miðlun  

×        Skapandi og gagnrýnin hugsun

×        Sjálfstæði og samvinnu 

×        Nýting miðla og upplýsinga

×        Ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

 

 

Kennsluhættir:
Kennsla í dönsku byggist á viðfangsefnum sem skipt er í flokka samkvæmt kennslubókinni. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengjast hverju viðfangsefni. Unnið er þannig að allir nemendur fylgjast að og eru á sama stað í náminu, sem gerir þeim kleift að vinna saman, taka þátt í samtalsæfingum og ýmsum talæfingum tengdum efninu. Auk þess vinna nemendur einnig einstaklingsverkefni sem styrkja færni þeirra og sjálfstæð vinnubrögð.

Námsmat:
Lagt er upp með símat yfir önnina, þar sem metin er verkefnavinna og þátttaka nemenda í kennslustundum. Að auki eru lagðar fyrir kannanir sem ná yfir alla þætti námsins, að lágmarki í lok hvorrar annar, til að kanna námsstöðu nemenda og framfarir. Auk þess eru hæfniviðmið aðalnámsskrár sem eru hér fyrir neðan höfð að leiðarljósi við allt námsmat.

Námsþættir 

Hæfniviðmið

Hlustun og áhorf

 

Við lok 1. stigs getur nemandi:

×        skilið algeng orð, einföld fyrirmæli og frásagnir og brugðist við þeim,

×        fylgt meginþræði í einföldu efni sem höfðar til barna og unglinga,

×        hlustað eftir einföldum upplýsingum og nýtt sér í námi sínu.

Lestur og lesskilningur

 

Við lok 1. stigs getur nemandi:

×        fundið afmarkaðar upplýsingar í einföldum texta og nýtt sér í verkefnavinnu,

×        skilið megininntak einfaldra rauntexta með stuðningi ef þarf,

×        lesið stuttar sögur og bækur á einföldu máli sér til ánægju,

×        lesið stutt og auðlesið efni tengt öðrum námsgreinum,

×        lesið og skilið stutta texta með grunnorðaforða daglegs lífs.

Samskipti

 

Við lok 1. stigs getur nemandi:

×        spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,

×        tekist á við aðstæður í skólastofunni í einföldum samskiptum,

×        tekið þátt í einföldum samræðum í skólastofunni.

Frásögn

 

Við lok 1. stigs getur nemandi:

×        tjáð sig á einfaldan hátt um sjálfan sig og líf sitt,

×        undirbúið og flutt einfalda frásögn eða kynningu um efni sem hann þekkir vel,

×        flutt einfalt atriði sem hann hefur haft tækifæri til að æfa,

×        tjáð sig nokkuð skiljanlega hvað varðar framburð og áherslur.

Ritun

Við lok 1. stigs getur nemandi:

×        skrifað einfaldan texta með orðaforða úr efnisflokkum sem fengist er við,

×        byggt upp einfaldar setningar, stafsett algeng orð og notað algeng greinarmerki,

×        skrifað einfalda texta um efni sem tengist námi hans,

×        skrifað á einföldu máli um efni sem hann þekkir vel,

×        samið stutta texta frá eigin brjósti.

 

Menningarlæsi

Við lok 1. stigs getur nemandi:

×        sýnt að hann þekkir til ýmissa sérkenna menningarsvæðisins,

×        gert sér grein fyrir mismunandi siðum og hefðum á viðkomandi málsvæði,

×        sýnt að hann áttar sig á að mörg algeng orð í erlenda tungumálinu eru lík og skyld öðrum sem hann þekkir.