Kennsluáætlun í myndmennt, 5. - 7. bekkur

Kennsluáætlun

 

Bekkur: 5. - 7. bekkur

Námsgrein: Myndmennt

Kennari: Auður Hermannsdóttir       

Tímafjöldi: 1 klst á viku.

 

Námsgögn: Ýmis verkefni frá kennara.

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

×        Tjáning og miðlun.  

×        Skapandi og gagnrýnin hugsun. 

×        Sjálfstæði og samvinna.

×        Nýting miðla og upplýsinga. 

×        Ábyrgð og mat á eigin námi. 

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun.
Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum. 

 

Námsmat er símat þar sem ástundun nemenda er skráð eftir hverja kennslustund. Þar er farið eftir því hversu vel nemendur fylgja fyrirmælum, vinna með öðrum, sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og taki virkan þátt í kennslustundum.

Áherslan er á að meta ferlið en ekki eingöngu afurðina.

Leiðsagnarmat er viðhaft yfir árið þar sem nemendur fá munnlega leiðsögn um stöðu sína. Hvað sé gott og hvað sé hægt að bæta.

Námsþættir 

Hæfniviðmið

Kennsluhættir

Menningarlæsi

×        Að nemandinn geti skýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar.

×        Hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni.

×        Tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.

×        Haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni.

×        Beitt helstu tækni sem námsgreinin býr yfir.

×        Gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgreina.

×        Gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans.

×        Sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði.

×        Lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum

Í kennslu í myndmennt vinna nemendur fjölbreytt verkefni, ýmist í hóp eða í einstaklingsvinnu. Megináherslan er á sköpun nemenda og er kennslan blanda af sýnikennslu og eigin hugarfóstri nemenda.

Nemendur kynnast verkum þekktra listamanna og helstu aðferðum við listsköpun sem og fjölbreyttum tækjum og tólum sem notuð eru í faginu.

Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði nemenda og þurfa þeir að taka ábyrgð á eigin vinnu og frágangi hverju sinni.

Nemendur fá að auki þjálfun í að kynna sköpun sína og verk fyrir öðrum.

Sjónlistir

×        Að nemandinn geti notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.

×        Nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun.

×        Tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu.

×        Unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk.

×        Byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu.

×        Beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni.

×        Fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur.

×        Gert grein fyrir og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka og sett þau í það menningarlega samhengi sem þau voru sköpuð.

×        Greint, borið saman og metið aðferðir við gerð margskonar listaverka. Greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu.

×        Gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar.